Image 1(3).jpg

Endurvinnsla veiðarfæra

Við sjáum um að úrelt veiðarfæri séu hreinsuð, flokkuð og send til endurvinnslu

Endurvinnsla veiðarfæra

Forveri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Landssamband íslenskra útvegsmanna, gerði samning við Úrvinnslusjóð í ágúst 2005 um úrvinnslu á veiðarfæraúrgangi úr gerviefnum. Veiðarfæri úr gerviefnum voru því undanþegin svokölluðu úrvinnslugjaldi, sem átti að leggja á 1. september 2005. Samningurinn tók gildi 1. janúar 2006. Með samningnum skuldbundu samtökin sig til að reka eða semja við þriðja aðila um rekstur á viðurkenndri móttökustöð fyrir endurnýtanlegan veiðarfæraúrgang úr gerviefnum og koma honum til endanlegrar úrvinnslu.

Markmið samningsins er að sjávarútvegur beri ábyrgð á úrvinnslu veiðarfæra úr gerviefnum, leitist við að lágmarka áhrif á umhverfið og halda í lágmarki þeim kostnaði sem fylgir förgun á veiðarfæraúrgangi.

Veiðarfæraúrgangur frá Íslandi er nú aðallega fluttur til endurvinnslu í Litháen, Danmörku og Hollandi. Góður árangur hefur náðst með því fyrirkomulagi og framleiðslan fer m.a. í raf- og bílaiðnað, húsgögn og umbúðir svo fátt sé nefnt. Stöðugt er unnið að því nú um mundir að lágmarka urðun veiðarfæra en nýlega hafa 14 móttökustöðvar opnað allt í kringum landið sem taka á móti öllum veiðarfæraúrgangi, gjaldfrjálst uppfylli þau móttökuskilmála.

Allir íslenskir lögaðilar geta skilað veiðarfæraúrgangi til móttökustöðva um allt land, finna má upplýsingar um móttökustöðvar hér fyrir neðan.

Móttökustöðvar fyrir veiðarfæraúrgang til endurvinnslu

Hér eru nýjustu upplýsingar um móttökustöðvar fyrir úrelt veiðarfæri til endurvinnslu. Ekki er hægt að tryggja að aðrir geti komið veiðarfæraúrgangi til endurvinnslu.

grun.JPG
Skinney.jpg
Þorbjörn2014.jpg
Egersund-Island-blue-300x95.png
hampidjan-logo.jpg
Isfell_Logo_duotone-RGB 2023
  • Hampiðjan tekur við veiðarfæraúrgangi á starfstöðvum sínum um allt land. Mikilvægt er að hafa samband við tengiliði Hampiðjunar:
    • Reykjavík: Árni Skúlason, Sími 530 3300, Farsími 664 3390, Skarfagarðar 4
    • Ísafjörður: Snorri Sigurhjartarson, Sími 470 0830, Farsími 856 0832, Grænagarði
    • Akureyri: Hermann Guðmundsson, Sími 470 820, Farsími 856 0822, Norðurtanga 1
    • Neskaupstaður: Jón Einar Marteinsson, Sími 470 0802, Farsími 856 0802, Naustahvammi 49
    • Vestmannaeyjar: Ingi Freyr Ágústsson, Sími 481 3050, Farsími 664 3340, Kleifum 6
  • Ísfell tekur á móti veiðarfærum og tryggir að endurvinnanlegt efni sé sent til endurvinnslu. Mikilvægt er að hafa samband við Ísfell, frekari upplýsingar má nálgast hjá isfell@isfell.is.
    • Ísfell Akureyri, Hjalteyrargötu 4, 600 Akureyri.
      Þorvaldur Sigurðsson, rekstrarstjóri. Sími: 520 0550
    • Ísfell Hafnarfirði, Óseyrarbraut 28, 220 Hafnarfirði.
      Oddgeir Oddgeirsson, rekstrarstjóri. Sími: 520 0500
    • Ísfell Húsavík, Suðurgarði 2, 640 Húsavík.
      Kári Páll Jónasson, rekstrarstjóri. Sími: 520 0555
    • Ísfell Ólafsfirði, Pálsbergsgötu 1, 625 Ólafsfirði.
      Kristján Hauksson, rekstrarstjóri. Sími: 520 0565
    • Ísfell Sauðárkróki, Lágeyri 1, 550 Sauðárkróki.
      Jónas Logi Sigurbjörnsson, rekstrarstjóri. Sími: 520 0560
    • Ísfell Vestmannaeyjum, Kleifarbryggju 4-6, 900 Vestmannaeyjum.
      Birkir Agnarsson, rekstrarstjóri. Sími: 520 0570
  • Egersund Ísland tekur við veiðarfæraúrgangi á starfstöð sinni á Eskifirði. Mikilvægt er að hafa samband við tengilið Egersund Ísland, Benedikt Ernir Stefánsson í síma: 848 1329
  • Veiðarfæragerð Skinneyar-Þinganess tekur við veiðarfæraúrgangi á starfstöð sinni, Ófeigtanga 17, 780 Hornafirði. Tengiliður er Friðrik Þór Ingvaldsson, sími: 869 0422
  • Netaverkstæði G.Run tekur við veiðarfæraúrgangi á starfstöð sinni Sólvöllum 17, 350 Grundarfirði. Tengiliður Ingi Þór Guðmundsson netagerðarmaður, sími: 860 7365
  • Veiðarfæraþjónustan ehf Grindavík tekur við veiðarfæraúrgangi á starfstöð sinni Ægisgötu 3, 240 Grindavík. Tengiliður er Hörður Jónsson, sími 426-7717 eða 894-1891 eða veidafaeri@simnet.is

Móttökuskilmálar

  • Með veiðarfærum sem innihalda plast er átt við þau veiðarfæri sem tilgreind eru í viðauka XVII við lög nr. 162/2002 með síðari breytingum.
    • Veiðarfæraúrgangurinn skal vera þurr og flokkaður eftir efnistegund.
    • Veiðarfæraúrgangurinn skal vera laus við alla aðskotahluti, aðskotaefni og óhreinindi, s.s. sand, olíu, fisk og sjávargróður.
    • Veiðarfæraúrgangurinn skal vera laus við alla aukahluti s.s. flot, blý, gúmmí, keðjur og víra.
  • Tekið er á móti endurvinnanlegum veiðarfæraúrgangi á virkum dögum á opnunartíma móttökustöðva.
  • Panta skal móttöku með a.m.k. 24 klst. fyrirvara ef skila á meira magni en sem nemur einu tonni, en annars með a.m.k. 4 klst. fyrirvara. Við pöntun skal tilgreina áætlað magn og um hvers konar veiðarfæraúrgang er að ræða.
  • Við móttöku skal fulltrúi móttökustöðvar og handhafi úrgangs fylla út móttökuskýrslu þar sem koma fram upplýsingar um magn, uppruna og gerð veiðarfæraúrgangsins. Fær handhafi úrgangs afrit af henni óski hann eftir því.
  • Uppfylli veiðarfæraúrgangurinn ekki skilyrði 1. tl. getur móttökustöð krafið handhafa úrgangs um greiðslu til að standa straum af kostnaði við nauðsynlega meðhöndlun til að gera úrganginn endurnýtanlegan eða förgun hans.
  • Að uppfylltum skilyrðum 1.-5. tl. hér að ofan geta erlendir aðilar eða umboðsmenn þeirra skilað veiðarfæraúrgangi frá erlendum skipum til móttökustöðvar gegn greiðslu beint til verksala.