Image 1(1).jpg

Gagnsæi

Við skuldbindum okkur til að birta árlega ófjárhagslegar upplýsingar um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti, þar sem stuðst er við viðurkennd alþjóðleg viðmið

Hvernig aukum við gagnsæi í sjávarútvegi

Í byrjun árs 2020 áttum við samtal um gagnsæi í sjávarútvegi.

Ófjárhagslegar upplýsingar sjávarútvegsfyrirtækja

Fyrirtæki, sem undirritað hafa samfélagsstefnu sjávarútvegs, munu birta ófjárhagslegar upplýsingar um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti. Samfélagsskýrslur eða ófjárhagslegt uppgjör, um þau atriði sem stefnan nær yfir, munu birtast hér fyrir neðan.

Það er krafa samfélagsins að gagnsæi í sjávarútvegi verði aukið með birtingu á ófjárhagslegum upplýsingum. Með samfélagsstefnu vonast sjávarútvegsfyrirtæki til þess að koma megi til móts við þessa eðlilegu kröfu. Það er von SFS að fleiri fyrirtæki, helst öll, innan vébanda þess muni á endanum skrifa undir skuldbindingu um að birta ófjárhagslegar upplýsingar.

Opinberar upplýsingar um sjávarútveg

Fiskistofa

Á vefsvæði Fiskistofu má meðal annars finna upplýsingar um aflaheimildir, aflastöðu og aflaupplýsingar, veiðibann, veiðigjöld, vigtun afla, stjórn fiskveiða, veiðisvæði, útflutningsskýrslur, veiðivottorð og vinnsluleyfi.

Hafrannsóknastofnun

Á vefsvæði Hafrannsóknastofnunar má finna opinberar tölur um rannsóknir og ráðgjöf.

Radarinn

Radarinn.is er mælaborð sjávarútvegsins og geymir tölur og upplýsingar um íslenskan sjávarútveg og fiskeldi.

Ábyrgar fiskveiðar

Meginmarkmið með vottun „Ábyrgra fiskveiða“ er að standa vörð um alþjóðlega viðurkennd grundvallaratriði í stjórnun fiskveiða, staðfesta ábyrga stjórnun á veiðum íslenskra skipa innan íslenskrar efnahagslögsögu og úr deilistofnum og stuðla að samfélagslegri vitund og samkomulagi um mikilvægi ábyrgrar fiskveiðistjórnunar.

Umhverfisskýrsla SFS 2024, Íslenskur sjávarútvegur í fararbroddi

Sviðsmyndir orkuskipta á hafi

Skýrsla um orkuskipti á hafi var kynnt í Hörpu miðvikudaginn 8. desember 2021. Skýrslan var unnin af norska ráðgjafafyrirtækinu DNV fyrir Samorku, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, og Faxaflóahafnir.

Loftslagsvegvísir sjávarútvegs 2023

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa nú gefið út loftslagsvegvísi í félagi við níu aðrar atvinngreinar á Íslandi en vegvísirinn kveður á um fjölmargar tillögur til úrbóta þegar kemur að auknum samdrætti í losun gróðuhúsalofttegunda.

Þá fékk SFS norska ráðgjafafyrirtækið DNV til að greina hvernig markmiðum í samdrætti olíunotkunar verði náð hjá fiskiskipum á Íslandi fyrir árið 2030.

Loftslagsvegvísir atvinnulífsins 2021

Loftslagsvegvísir atvinnulífsins var gefin út í júní 2021 og er ætlaður til að skýra sýn atvinnulífsins á þeim áskorunum sem staðið er frammi fyrir í loftslagsmálum. Að gerð vegvísisins standa Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök ferðaþjónustunnar, Samorka, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu og Bændasamtök Íslands.

Umhverfisskýrsla SFS

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gáfu út skýrslu í desember 2017 um olíunotkun í sjávarútvegi og vænta notkun til ársins 2030. Í henni eru settar fram helstu staðreyndir um orkunotkun í íslenskum sjávarútvegi og spá um framhaldið. Fyrirtæki í sjávarútvegi vilja leggja sitt að mörkum til þess að Ísland nái þeim markmiðum sem sett eru í Parísarsamkomulaginu, fyrir árið 2030.

Það er stórt efnahagslegt og félagslegt hagsmunamál fyrir íslenska þjóð að ástand fiskistofna sé gott og upplýsingar um veiðar og umgengni við vistkerfi hafsins séu traustar, rekjanlegar og gagnsæjar.