Image 1(2).jpg

Kolefnisspor fisks

Kolefnisspor fisks

Íslenskur sjávarútvegur á sinn þátt í útblæstri á gróðurhúsalofttegundum en fyrirtækin leita stöðugt leiða til að draga úr losun. Kolefnisspor sjávarútvegs vegna fiskveiða er þó lítið í samanburði við aðra framleiðslu á prótíni. Það hefur verið staðfest í rannsókn sem unnin var af Matís í samstarfi við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki.

Eftirfarandi er kolefnisspor íslensks þorsks í samanburði við valda prótíngjafa, niðurstöður eru án flutninga

Íslenskur þorskur

0,9
kg Co2 ígildi/kg af vöru

Sænskt svín

3,9
kg Co2 ígildi/kg af vöru

Sænskur kjúklingur

3,4
kg Co2 ígildi/kg af vöru

Norskur lax

2,6
kg Co2 ígildi/kg af vöru

Norskur þorskur

2,2
kg Co2 ígildi/kg af vöru

Hvernig getur sjávarútvegur gert betur í umhverfismálum?

Í byrjun árs 2020 áttum við samtal um umhverfismál í sjávarútvegi

Við stefnum að lágmörkun á sótspori með því að:

  1. mæla sótsporið
  2. draga enn frekar úr losun
  3. jafna og binda kolefni