SFSDagur1-2.jpg

Menntamál

í málefnum sjávarútvegs

Styðjum menntakerfið í málefnum sjávarútvegs

Menntanet sjávarútvegsins

Menntanetið er vefur þar sem nálgast má kennslu- og fræðsluefni um íslenskan sjávarútveg á grunn- og framhaldsskólastigi. Námsefnið er rýnt og valið af kennurum á háskóla-, framhalds- og grunnskólastigi sem reynslu hafa af kennslu og námsgagnagerð.

Rannsóknarsjóður síldarútvegsins

Eitt af markmiðum Rannsóknarsjóðs síldarútvegsins er að efla nýsköpun, rannsóknir, fræðslu- og kynningarstarf í sjávarútvegi. Viðamesta verkefni sjóðsins á undanförnum árum hefur verið veiting styrkja til gerð náms- og fræðsluefnis um íslenskan sjávarútveg og efni honum tengdum.

Við eflum tengsl við menntakerfið og kynnum spennandi atvinnumöguleika í sjávarútvegi um allt land

Vitinn

Vitinn er hugmyndasamkeppni Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Háskólans í Reykjavík þar sem nemendur HR fá tækifæri til að þróa og útfæra lausnir fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi.

Tækniskólinn

Sér­stakt hlut­verk Tækni­skólans, skóla atvinnulífsins, er að mennta eft­ir­sótt starfs­fólk í hand­verks-, iðnaðar-, tækni-, vél­stjórnar-, skip­stjórnar og sjáv­ar­út­veg­störfum í íslensku jafnt sem alþjóðlegu umhverfi bæði til sjós og lands. Markmið eigenda skólans er að skólinn skili færum starfsmönnum út í atvinnulífið. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi er einn eigenda Tækniskólans.