Frummælendur: Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands og Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Til þess að grafast fyrir um hvað má gera betur í sjávarútvegi og auka skilning og traust héldu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fjóra fundi um málefni sjávarútvegs síðari hluta vetrar. Efni fundanna var: gagnsæi, umhverfismál, samfélagslegur ábati og nýsköpun.
Sjávarútvegur er grundvallarstoð efnahagslegrar hagsældar á Íslandi og hluti af menningu okkar. Skiljanlegt er að margir hafi skoðun á svo mikilvægri atvinnugrein og nýtingu á náttúruauðlind. Þótt ekki sé víst að nokkru sinni takist að sætta öll sjónarmið er mikilvægt að koma í veg fyrir að tortryggni og illindi verði ráðandi öfl í sambandi sjávarútvegs og þjóðar. Opið og hreinskiptið samtal um sjávarútveginn er leiðin fram á við. Fundirnir voru hluti af vinnu við stefnumótun greinarinnar í samfélagsábyrgð og tekið hefur verið mið af sjónarmiðum sem þar komu fram, bæði frá frummælendum og áheyrendum.
Frummælendur: Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands og Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Frummælendur: Andri Snær Magnason rithöfundur, Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, Gréta María Grétarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Krónunnar og Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf. í Grindavík.
Frummælendur: Sveinn Agnarsson, prófessor við viðskiptafræðideild HÍ, Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. og Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA.
Frummælendur: Guðmundur Hafsteinsson sérfræðingur í nýsköpun og Berta Daníelsdóttir framkvæmdastjóri Sjávarklasans.
Hildur Hauksdóttir, sérfræðingur í umhverfismálum, kom til starfa hjá SFS í október 2019. Hennar vinna lýtur fyrst og fremst að umhverfis- og samfélagsmálum. Hún hefur unnið að því að greina hvað felst í samfélagsábyrgð sjávarútvegs og hvernig sjávarútvegurinn getur risið undir henni og á sama tíma styrkt og bætt reksturinn. Settur var saman hópur félagsmanna sem unnið hefur náið með skrifstofu SFS, ásamt stjórn, í stefnumótun samfélagsábyrgðar.
Vinnufundur SFS um samfélagsábyrgð var haldinn 4. mars 2020. Öllum félögum í SFS var boðið og mættu yfir 20 stjórnendur í íslenskum sjávarútvegi. Á fundinum var farið yfir málefni samfélagsábyrgðar og síðan fékk fundarfólk það verkefni að móta lykiláherslur íslensks sjávarútvegs í umhverfismálum og samfélagsábyrgð. Lagðar voru fram 6 lykilspurningar og unnið með þær í 4 vinnuhópum, í þremur verkefnalotum. Fjallað var um loftslagsmál, málefni hafsins, ábyrga framleiðslu, stjórnarhætti, mannauðsmál og öryggismál. Miklar umræður voru í öllum hópum þar sem reifaðar voru hugmyndir og í lokin var þeim hugmyndum forgangsraðað.
Des 2017
Maí 2018
Okt 2019
Feb 2020
Mar 2020
Jún 2020
Sep 2020