Stefna sjávarútvegsfyrirtækja er að mæla og meta losun á gróðurhúsalofttegundum og nýta tækifæri til að takmarka og draga úr umhverfisáhrifum í samræmi við tækniþróun.
Það er mikilvægt að fyrirtæki hafi tæki og tól til að innleiða einstaka verkefni sem fjallað er um í samfélagsstefnu sjávarútvegs. Til aðstoðar við slíka innleiðingu geta fyrirtæki nálgast á þessari síðu kolefnisreiknivél, gagnleg viðmið og mælikvarða um samfélagsábyrgð, veggspjöld og fleiri upplýsingar þeim til halds og trausts.
Fyrirtæki sem undirritað hafa stefnu sjávarútvegs í samfélagsábyrgð hafa skuldbundið sig til að birta ófjárhagslegar upplýsingar og mæla kolefnisspor fyrirtækisins. Það er lykilatriði til að sjá og meta hvar tækifæri liggja til að gera betur. Félagsmenn SFS geta nálgast hér reiknivél til að áætla kolefnissporið.
Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan og þú færð aðgang að kolefnisreiknivél sjávarútvegs. Reiknivélin er eingöngu ætluð félagsmönnum SFS.
Umhverfisstofnun leggur fram leiðbeiningar um hvaða losunarstuðla ætti að nota til að reikna út losun frá helstu uppsprettum gróðurhúsalofttegunda (GHL) í rekstri fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga á Íslandi.
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja í september 2015.
Nasdaq UFS leiðbeiningar og Nasdaq mælikvarðar eru íslenskar þýðingar á leiðbeiningum fyrir fyrirtæki um ófjárhagslega upplýsingagjöf, gefnar út sameiginlega af Nasdaq kauphöllum á Norðurlöndum.
Global Reporting Initiative (GRI) eru alþjóðlega viðurkennd viðmið um ófjárhagslega upplýsingagjöf og samfélagsskýrslur.
UN Global Compact er samfélagssáttmáli fyrirtækja og Sameinuðu þjóðanna. Um er að ræða 10 viðmið sem fyrirtæki setja sér að fara eftir. Fyrirtæki sem taka þátt í verkefninu geta notað Global Compact til að gera viðskiptavinum sínum, birgjum og opinberum aðilum grein fyrir samfélagsstefnu sinni.
Alþjóðasiglingamálastofnunin (IMO) er stofnun á vegum Sameinuðu þjóðanna, þar sem fjallað er um öryggismál á sjó og mengun frá skipum.
Við leggjum okkar af mörkum við hreinsun hafsins með því að taka með til hafnar allt rusl úr sjó sem í veiðarfæri kemur
Lykilatriðið í reglugerð „Alþjóðasamningsins um varnir gegn mengun frá skipum“ (MARPOL) er skráning á mengun frá skipum. Í fjölda MARPOL viðauka er krafist skráningar í dagbók á mengun frá skipum en hefð er fyrir því að yfirvöld gefi út dagbækur á pappírsformi. Alþjóðasiglingamálastofnunin hefur hvatt til notkunar á rafrænum dagbókum. En fyrirtæki og útgerðarmenn hafa í auknum mæli leitað leiða til að starfa á umhverfisvænan hátt og draga úr óþarfa pappírsvinnu.